Þar sem að enginn hefur enn sent inn grein varðandi s4 2002 sem var núna um helgina ákvað ég (morphine) að taka af skarið og senda inn eina grein.

Fyrir skjálfta kom það í ljós að tvær af “gömlu” q3 hetjunum ætluðu hugsanlega að mæta, þ.e. flawless og anti.
Flawless hætti síðan við en anti mætti og mér til mikillar furðu mætti refurinn tr1xter einnig.
Tr1xter spilaði ctf með s.p og anti spilaði tdm og ctf með fallen.
Þrátt fyrir að fallen hafi mætt með 2 feiknasterk lið á skjálfta, þ.e. fallen-massive (anti, reynir, blaze og oziaz a.k.a eski) og fallen-hardcore (maxium, benni, fireal og slay) þá dugði það ekki til.

Murk meistararnir (yngz, glitch, arni, kaz og hmmmm :) ) gersamlega áttu skjálfta og unnu bæði tdm og ctf nokkuð auðveldlega, mig minnir að munurinn hafi nálgast 100 frögg í tdm á móti fallen-massive og fór ef mig minnir rétt 5-0 í ctf á móti sterku ice liði (bloodline, sqare, humanfly, con og imp).

Það hefur borist til eyrna minna að ónefndur fallen meðlimur hafi hvíslað í eyra reynis á meðan á leik stóð :“Ekki 100 frögg!”, og var meiningin sú að þeir mættu ekki tapa með 100 fröggum eða meira.

Í 1on1 kom það fáum á óvart að con og benni tóku rematch í úrslitum og lauk þeim með 6-2 sigri benna, til hamingju með það benni. Endilega náið í demo af duelinu, fyrsta fraggið hjá báðum var rosalegt ;).

Anti átti einnig comeback og stóð sig með prýði, þrátt fyrir að hann hafi haft leiðinlegan vana að rekast í fólk í kringum sig þegar hann gekk um svæðið :), og má segja það um fleiri.

Klanið mitt, hiv mætti með 2 lið til leiks í tdm og 1 ctf lið.
Þrátt fyrir miklar æfingar og mikinn anda :)stóðum við okkur ekki sem skyldi og vann hvort tdm lið einungis 1 leik og ctf liðið 1 leik. Ég vill kenna þessum slaka árangri um að margir hiv liðsmenn ákváðu að mæta ekki, eða afskráðu sig rétt fyrir skjálfta ( engin nöfn nefnd :) )

Til hamingju Murk og benni,
GG skjálfti.

—–morphine——
karjhaf@hotmail.com