Góðan dag og takk fyrir mig. Síðasti Skjálfti var prýðisfínn en líkt og undanfarna var spennan ekki gífurleg í úrslitaleik DMTP og þar sem að þetta var síðasti skjálfti ársins og nýtt ár á næsta leiti er ekki seinna vænna en að íhuga hvernig megi krydda keppnina aðeins meira.

Ég hef gengið með þá hugmynd ansi lengi í hausnum, og veit að fleiri hafa það einnig(þar á meðal Skjálfta-tengt fólk), að gefin verði stig fyrir árangur liða/clana á Skjálfta, svipað og er í Formúlunni. Fyrir 1. sæti fengjust 10 stig, 6 stig fyrir 2. sæti, 4 fyrir 3., 2 fyrir 4. og 1 fyrir 5-6. sæti.

Klön myndu safna saman öllum þeim stigum sem að lið þeirra og 1on1 spilarar myndu krækja sér í á mótum ársins og í lok hvers leikárs yrði heildarstigafjöldi útreiknaður og sigurvegari ársins krýndur - “Q3 Clan ársins 2003”. Jafnvel væri hægt að taka stig saman eftir hvert mót og tilnefna þannig Q3 clan mótsins.

Þetta myndi hvetja lið til að reyna betur jafnvel þó að þau viti að þau nái ekki fyrsta sæti, en ættu séns á top6 - ég tala nú ekki um B-lið þeirra clana sem eru að ná top3 árangri.

Þetta kerfi myndi líka sýna hvaða clan hefur breiðasta hóp spilara.

Endilega komið með ykkar álit á upptöku svona kerfis.