Sæl öll

Ég er sumsé nýr stjórnandi hér á /hundar.

Ég á tvær yndislegar tíkur. Lýru sem er Golden Retriever/Labrador Retriever sem verður 5 ára á þessu ári og svo hana Lottu sem er Papillon frá Hundaræktarfélagi Íslands (HRFÍ) úr Fiðrilda ræktun en hún er 5 mánaða hvolpaskott :)

Ég er mikil hundamanneskja og hef alltaf elskað hunda, alveg frá því ég var pínu pons. Hundar og allt sem viðkemur þeim eru eitt af mínum aðaláhugamálum og tel ég mig vita heilmikið um þá, þó er ég alltaf að læra eitthvað nýtt :)

Ef þið viljið spyrja mig að eitthverju að þá endilega ekki hika við það. Mér finnst alltaf jafn gaman að tala um hunda og að gefa góð ráð ef eftir því er óskað :)

Bestu kveðjur
Hrislaa
./hundar