já, komi þið sæl, ég var að taka við stjórnanda stöðu hérna inni á /hundar og ætla mér að koma meiri hreyfingu inn á þetta áhugamál, svo ég vil hvetja alla að vera dugleir að skrifa greinar,senda inn kannanri og myndir.

Einnig verð ég til staðar fyrir þá sem vilja spurja eða ræða vandamál með hundana sína í smá leynd, þá er hægt að senda mér bara póst og þá fer það vandamál ekkert lengra en okkar á milli.

Með von um góðar móttökur þá þakka ég fyrir mig í bili

Síðan vil ég benda á reglur áhugamálsins.

1. Allt einelti hvort sem þar er á einstakling, fyrirtæki eða annað er með öllu óheimilt, sá sem staðinn verður af því fer umsvifalaust í viku bann frá huga.
2. Auglýsing á stolinni vöru og kaup á stolnum vörum er með öllu óheimilt hér á /hundar. Sá sem staðinn verðu af því fær bann frá huga, Vefstjóri ákveður lengd þess.
3. Allur áróður er óheimill
4. Almenn kurteisi er skilyrði
5. Spamm og annar þursaskapur er eins og á huga sjálfum með öllu óheimill, sá sem staðinn verður af því að stunda þetta fær eina viðvörun og eftir það 2vikur í bann.


Svo, fyrir utan þetta er öllum heimilt að stunda þetta áhugamál af kappi og hafa gaman að :)
Nissan Primera GX ‘97 *búið að henda*