Ég hef ákveðið að taka upp miskunnarlausa ritskoðun á þessu áhugamáli í von um að lífga það aðeins við og bjarga því frá bráðum dauða.

Öllum ósæmilegum innleggjum verður eytt og vil ég biðja ykkur um að setja þau ekki inn.
Ekki fara út fyrir efnið, ef þið hafið eitthvað að segja sem ekki tengist grein eða innleggi, skrifið þá aðra grein eða annað innlegg til að ræða um það.

Ég vona að þetta falli í góðan jarðveg, og bið ykkur að virða þessar óskir svo að hægt sé að njóta spjallsins til fullnustu.
———————————————–