Ef þið eigið myndir af hundunum ykkar, þá endilega sendið þær inn.
Ef þið eruð ekki viss um hvernig á að minnka þær þá getið þið sent þær til mín á pandabeib@hotmail.com og ég get minnkað þær fyrir ykkur og sent ykkur þær svo til baka.

Það er alltaf pláss fyrir greinar, en þær verða að vera amk 10 línur og ekki copy/paste af öðrum síðum(undantekningar eru gerðar í einstaka tilfellum).
Greinarnar skal vanda eftir bestu getu, þá meina ég uppsetninguna á þeim, passa uppá línubilin, og að nota punkta og kommur á viðeigandi stöðum, annars er svo erfitt að lesa greinarnar.
Ég hef stundum leiðrétt greinar og sent þær aftur til greinahöfunda svo að þeir geti sent þær aftur inn, ég vona að enginn taki því illa.

Verið líka duglegri að senda inn korka, það þarf ekki að vera neitt merkilegt þannig lagað, skemmtilegar frásagnir frá hundinum ykkar eða eitthvað álíka.

Það verður tekið við nýjum könnunum frá 1. september næstkomandi.

Zaluki
———————————————–