Samkvæmt mælingum teljari.is er hugi.is/hundar 10. mest sótta síða huga.is í október, sem ég tel frábærann árangur!
Til hamingju hundahugarar!

Ég verð að segja að ég átti ekki von á því að við værum svona ofarlega á listanum.

Svona í leiðinni vil ég minna á að ég er búin að setja upp fróðleiksmola kubb hérna á hundum.
Ef þú hefur áhuga á því að skrifa fróðleikspistil, endilega sendu mér skilaboð og bý þannig um hnútana að þú getir sent inn grein þangað.
Það má eiginlega vera um hvað sem er sem tengist hundum, eitthvað um einhverja tegund, hundasnyrtingu, þjálfun, snyrtingu eða já .. hvað sem er eiginlega.
Ég vil samt minna á að þó að þetta sé ekki ritskoðað fyrir birtingu þá er fylgst með þessum kubb, og misnotkun á fróðleiks kubba réttindindum er brottrekstrarsök af huga .. en ég hef litlar áhyggjur af því að þetta verði eitthvað misnotað.
Endilega sendið mér skilaboð og sendið inn grein á kubbinn.

Bestu kveðjur
Zaluki
———————————————–