Það kom inn korkur nýlega með alveg fínni hugmynd, og mér sýndust vera ansi góðar undirtektir.
Hugmyndin var sú að hafa svona fræðslupistla í sér kubbi hér á forsíðu Hunda áhugamálsins. Fróðleik um hegðun, tehurndir, fóður og já, bara allt sem tengist hundum.

Nú langar mig að biðja þá sem hafa áhuga á að skrifa svona pistla að senda mér skilaboð, og ég bý svo um hnútana að viðkomandi geti sent inn pistil …
Hvernig lýst ykkur á það ?

Ég vil taka það fram að þó að ég gefi frjálsar hendur í þessu, og að greinin verði ekki ritskoðuð áður en hún verður birt, þá er fylgst með því að þetta sé ekki misnotað, og vissulega verður hart tekið á málum sem varða misnotkun á þessu á einhvern hátt.

En áhugasamir pistlahöfundar hafið samband við mig og ég bæti ykkur á listann og hjálpa ykkur með að koma greininni inn ef þörf er á hjálp.

Endilega komið öðrum hugmyndum á framfæri ef þið hafið þær, þetta er ykkar áhugamál!
———————————————–