Hundasýning HRFÍ var haldin síðast liðna helgi. Það var rosalega gaman að sjá hvað þetta var frábrugðin sýning frá öðrum! Þá á ég við hvaða hundar voru að meika það feitt og þannig :). Það var t.d. glænýr hundur sem vann sýninguna, Shar-pei og átti hann það fyllilega skilið fyrir alveg einstaka fegurð og góðar hreyfingar! Ég verð líka að gefa STÓRAN plús fyrir Agility(hundafimi) sem var sýnt í hádeginu báða dagana…(ég var þar ;))og mér fannst flott að sjá hvað það voru margir hugaðir krakkar sem tóku þátt á sunnudaginn. Það er nú ekkert allt of auðvelt að sýna svona kúnstir með hundinn sinn fyrir framan fullt af áhorfendum! ;)
Doberman hundarnir voru sérstaklega fallegir (til hamignju zheelah)og stóðu sig alveg frábærlega! Huskyinn var einnig að gera mjög góða hluti þarna :)