Jæja, ég var að spá í að fá mér annan hund svo 5 ára poodle tíkin mín fái einhvern félagsskap af.
Var að spá í að fá mér Beagle. Veit um got í október.
Þeir eru víst mjög góðir hundar, fyrir utan að það er ekki víst að hægt sé að hafa þá lausa ef þeir skyldu strjúka.
Hefur einhver hér verið í vandræðum með Beagle-inn sinn, er hann eins strokugjarn og ég hef heyrt?
Finnst ykkur í lagi að fá undan hundi frá Mánaskins ræktun?
Getur hundur sem er með ættbók í Íshundum ekki keppt á hundasýningu með hundum frá HRFÍ?
Vona að þið getið eitthvað hjálpað mér með þetta
takk takk<br><br>The more people I meet…the more I like my DOG!