Ég á Silky Terrier sem er núna 1 árs. Hann á það til að urra, þá sérstaklega á krakkana ef hann liggur upp í sófa hjá mér og hann sér að þau nálgast. Það er eins og hann vilji ekki hafa þau nálægt þegar hann er hjá mér. Ég skamma hann alltaf og segji nei þegar hann gerir þetta og hendi honum jafnvel úr sófanum. Ég tek eftir því að hann stífnar allur upp og skelfur þegar einhver nálgast sófann og ætlar að setjast hjá honum eða klappa honum. Oft fer hann undir teppið sem ég ligg með yfir mér og ef hann heyrir að einhver nálgast þá finn ég að hann skelfur stundum og það heyrist smá urr.
Ég vil taka það fram að hann urrar aldrei á mig enda er ég húsbóndinn hans.
Þið hin sem eigið sömu tegund, hvernig eru þeir hjá ykkur? Ég veit að þessi tegund getur verið mjög frek, en ég hef verið mjög ákveðin við hann frá upphafi, farið á námskeið og hann er mjög góður á öllu öðru leyti, en hann virðist ekki ætla að hætta þessu. Ég veit að þetta er m.a. eðlið í þessari tegund, en mér finnst þetta frekar leiðinlegt að hann geti ekki slakað á þegar einhverjum dettur í hug að setjast þarna. Hann fer um leið eitthvert annað. Um leið og hann er kominn niður úr sófanum þá er hann voða kátur og ekkert mál fyrir aðra að klappa honum og leika við hann. Er þetta kannski hlutur sem er ekkert hægt að gera í og maður verður að lifa með? Eða að þetta hætti kannski með tímanum þegar ég er búinn að vera að tyggja þetta nógu oft í hundinn?
Ég hef líka verið að passa upp á það að hann fái sitt space frá krökkunum sem eiga það til að vesenast mikið í honum.
Bróðir hans er ekki svona, en kannski vegna þess að hann hefur ekki orðið fyrir þessu áreiti frá börnum og fólki eins og heima hjá mér.
Komið með reynslusögur eða góð ráð. Allt vel þegið!