Ég sendi þetta bréf til Dyraverndar snemma í sumar, það væri gaman að heyra frá ykkur hver var ókurteis í þessu tilfelli:
Ég var að skoða heimasíðuna ykkar, hún er mjög fróðleg.
Þar er talað um að ef maður viti um brot á dýraverndarlögum þá eigi að tilkynna það.
Telst það ekki brot á dýraverndunarlögum að aðeins 3-4 manneskjur sem vinna utan heimilis reki líka hundabúið Dalsmynni með yfir 100 hunda?
Getið þið séð að hægt sé að hugsa sómansamlega um þennan fjölda, svo sem þrífa undan þeim, viðra og hreyfa, dýralæknisþjónustu og veita þeim hlýju (þetta síðast talda þarf kannski ekki að ykkar mati)
All staðar erlendis eru yfirvöld að reyna að loka á svona “puppy mill”
Spyr sá sem ekki veit,
(Ég skrifaði fullt nafn og kennitölu undir)
SVAR:
Sem svar við bréfi þínu í dag viljum við taka fram eftirfarandi:
1.
Þar er talað um að ef maður viti um brot á dýraverndarlögum þá eigi að tilkynna það.
Samkvæmt 1. grein laga um dýravernd nr. 15/1994 ber öllum, sem verða þess varir að grunur leikur á að lög um dýravernd hafi verið brotin, að tilkynna það til lögreglu, héraðsdýralæknis eða dýraverndarráði.
2.
Telst það ekki brot á dýraverndunarlögum að aðeins 3-4 manneskjur sem vinna utan heimilis reki líka hundabúið Dalsmynni með yfir 100 hunda?
Enn sem komið er eru því miður engar reglur í dýraverndarlögum um fjölda starfsmanna á hundaræktarbúum en umhverfisráðuneytið hefur nú skipað nefnd til að endurskoða reglugerð um dýrahald í atvinnuskyni og þar á meðal þetta atriði.
3.
Getið þið séð að hægt sé að hugsa sómansamlega um þennan fjölda, svo sem þrífa undan þeim, viðra og hreyfa, dýralæknisþjónustu
Það hlýtur að vera mjög erfitt en á hundaræktarbúinu Dalsmynni eru tveir eftirlitsdýralæknar, þau Katrín Harðardóttir og Þorvaldur Þórðarson og það er skylda þeirra að hafa gott eftirlit með þrifnaði og meðferð hundanna á búinu. Við vísum þér á þau ef þú villt fá upplýsingar um þessi atriði. Jafnframt fór Gunnar Örn Guðmundsson héraðsdýralæknir í annað sinn á árinu að skoða búið að Dalsmynni og hinn 17. apríl sl. sendi hann lögreglustjóra mjög greinargóða úttekt á búinu og fyrirmæli um úrbætur. Vinsamlega snúðu þér til Gunnars ef þú villt fá frekari upplýsingar um það.
4.
Getið þið séð að hægt sé að hugsa sómansamlega um þennan fjölda, svo sem þrífa undan þeim, viðra og hreyfa, dýralæknisþjónustu og veita þeim hlýju (þetta síðast talda þarf kannski ekki að ykkar mati)
Við undrumst þessi ummæli þín, þar sem okkur er ekki kunnugt um að við höfum haft nokkur samskifti við þig hingað til.
Samband dýraverndunarfélaga Íslands
(Tek framm að ekkert nafn er í undirskrift)
Ég sendi aftur:
Takk fyrir svörin.
Þetta síðastalda var aðeins til vara því að ég veit ekki hvort það sé lítið á hunda í lögunum sem einhverskonar búgrein eins og refabú eða hvað.
Kv,
(Fullt nafn og kennitala)
ps. Ég sendi fyrirspurnina undir nafni og kennitölu, hefur þú sem svarar þessu bréfi nafn?
FÉKK EKKERT SVAR
Ég fann það út eftir öðrum leiðum að Sigríður Ásgeirsdóttir er Dýraverndarinn. Ég vil taka fram að svörin frá henni voru full af svortum feitum stöfum of stækkuðu letri sem er ekki hægt að súna hér.
Kv,
Appolo