Váá ég var að koma inn með hundinn min eftir rosalega erfiða göngu, hún er alltaf þæg og góð í taumi, þegar við vorum að labba komu 2 torfærumótorhjól á móti okkur, Perla mín varð óð af hræðslu, togaði í tauminn og reyndi að sleppa, hún var alveg rosalega hrædd, þá voru hjólin komin að okkur, þeir hjólagæjarnir slógu nú af, en gáfu svo vel inn þegar þeir voru komir framm hjá…úfff hvað það var erfitt að róa hundinn minn, svo sá ég hestamenn fyrir aftan okkur, hún varð var við það, þá labbaði ég bara út í móa og reyndi að róa hana meira, en það gekk ílla, alla leiðina heim var hún að reyna að hlaupa á undan mér…ég var búin þegar ég kom heim.
Hafið þið lent í svona svipaðri göngu????