Ég á einn blending, frekar stór karlhundur, að verða 3gja ára.
Ég elska hann útaf lífinu og efast um að ég gæti elskað eitthvað annað dýr meira en ég elska þennan hund.
En ég er að fríka út því mig langar svo að fá mér tík, bæði sem leikfélaga fyrir hann (þó svo hann hafi kött, sem er reyndar orðin 12 ára) og einnig til að seðja mína eigin græðgi í annan hund.

Væri það ósanngjarnt gagnvart elskunni minni eða yrði hann ekki bara happy að fá systir? Auðvitað myndi ég hafa goggunarröðina á heimilinu á hreinu, alltaf gefa honum fyrst, knúsa hann fyrst og svoleiðis.

Dæmi sem kæmu til greina að ég fengi mér eru: (allt tíkur)
Siberian Husky eða Alaskan Malamute
Doberman
Eða einfaldlega blending = bordercollie+eitthvað
Myndi helst vilja Saluki en þeir fást ekki hér heima.
<br><br><b>“Playing bridge is like having sex, if you don´t have a good partner, then you better have a good hand…”</b>
Kíkjið á síðuna mína <a href="http://kasmir.hugi.is/gungun/"> hérna </a> <u>flottar</u> hundamyndir og jóks.