Ég ætla að biðja ykkur um ráð. Þannig var að sonur minn var með vin sinn í heimsókn í gær. Ég á Silky Terrier sem er 1 árs gamall og hann fór inní búrið hans og ætlaði að klappa honum og í því glefsaði hann í hann. Fór smá skinntutla af puttanum og drengurinn auðvitað hrökk voðalega við. Ég auðvitað skammaði hundinn og huggaði drenginn og sagði að þeir mættu ekki fara inní búrið, því þá gæti hundurinn glefsað því hann vill fá að vera í friði. Drengurinn jafnaði sig og allt í lagi með það. En svo er aftur á móti með foreldrana. Maður veit ekkert hvernig þeir bregðast við, en ég hef ekkert heyrt í þeim. Ég fór að hugsa hvort ég ætti ekki að hringja í foreldrana svona til að athuga hvort allt væri ekki í lagi, eða hvað finnst ykkur? Á ég bara að láta þetta eiga sig? Mér finnst þetta bara rosalega leiðinlegt.