Það er eitt sem ég er að spá í, hvaðan kemur allt þetta fólk sem kaupir hjá Dalsmynni hvolpa? Víst hún getur endalaust bætt við sig hundum, þá skil ég ekki hvað fólk er að spá í að kaupa hjá henni hvolp? Hún er bara í bullandi sölu konan og það er óhugnalegt.
Ég veit amk eina ástæðuna fyrir því, því ég lenti í þessari stöðu nákvæmlega þegar ég ákvað að athuga með hvar ég gæti fengið hvolp af vissri tegund. Ég sé auglýsingu í blaðinu og vefsíðufang á Dalsmynni. Fer þangað inná og sé þessu sætu myndir..ég hringi og hún segjir að ég megi kíkja til sín og fá að skoða. Ég kem þangað, mjög spennt, enda alveg græn yfir því hvað hefur verið í gangi í hundaheiminum. Ég elti hana þarna inn í einhverja setustofu, allir hundarnir þarna geltandi, fuglar skríkjandi og þvílík lykt. Ég ætla sem sé alveg að ganga á eftir henni þarna inn í “hundaherbergið” en hún stoppar mig og segjir mér að fá mér sæti. Hún ætli að koma með alla hvolpana. Mér fannst þetta undarlegt og skrýtið, þó svo að ég hafi nú ekki verið mikið á kafi í hundauppeldi áður. Ég fæ að sjá hvolpana, voða sætir en þvílíkt hræddir að maður vorkenndi þeim. Þeir fóru upp í hálsakotið á manni eins og þeir væru að biðja um hjálp…“taktu mig héðan burt” Hún sýndi mér þarna margar tegundir af hvolpum og gaf mér lista yfir allar þær tegundir sem hún selur. Ég læt taka frá einn, en hann mátti ekki fara fyrr en eftir einhverjar 2-3 vikur að mig minnir. Hún býður mér að koma eins og ég vil í heimsókn og skoða hvolpinn. Ég fer svo að grennslast fyrir um þessa hundaræktun á netinu og fór inná hrfí síðunna og þar var einmitt talað um maður ætti að fá að sjá bæði foreldra hvolpsins, aðstæður etc. Maður ætti ekki að kaupa hvolp þar sem maður fær “pöntunarlista” og margt fleira. Ég fer þarna í heimsókn 1 sinni í viðbót, ég hringi og spyr hana hvað foreldrar hvolpsins heita…og hún þurfti að athuga það!???! Hún vissi það ekki! Og það var alltaf meira og meira sem stangaðist á þarna þegar ég fór að spyrja frekar um þetta.
Ég ákvað að tala við frænku mína, sem er mikil hundamanneskja og hefur verið í þessu hundastússi í langan tíma og hún segjir mér bara hreint út að ég eigi alls ekki að kaupa hjá henni hvolp og hætta við það strax. Segjir mér ýmsar sögur af henni sem eru því miður ófallegar.
Mér fannst þetta alveg hræðilegt að það skuli vera til svona svikahrappar og svona illgjarnt fólk sem notfærir sér sakleysi fólks sem vill fá sér hund. Því það veit að um leið og það fær hvolpinn í hendurnar að þá er ekki aftur snúið. Ég varð mjög vond…hætti við hvolpinn auðvitað því mér datt ekki í hug að borga morðfjár fyrir kannski gallaðan hvolp sem ég gæti kannski sýnt í einhverjum djóksýningum Dalsmynnis. Nei takk. Ég var lengi að jafna mig og krakkarnir mínir voru mjög sárir yfir þessu, því tilhlökkunin var gífurleg og dagarnir voru taldir niður. Ein sem ég þekki var búinn að taka frá hvolp á sama tíma, en hún vildi ekki hætta við því hún yrði alveg ómöguleg…hann var búinn að kúra og knúsa hana þvílíkt…alveg búinn að bræða hana. Nema ekki von og það eru eflaust margir sem hafa verið í hennar stöðu og hreinlega lokað augunum yfir þessu ástandi sem er þarna.
Ég skora á alla sem vettlingi geta valdið að segja öllum frá þessum stað og að þetta sé staðurinn sem fólk á ekki að kaupa hvolp. Ég er búinn að vara marga við þessum stað, margir hverjir voru búnir að fara þangað og skoða og segja mér frá því en hafa snarhætt við eftir að þeir voru búnir að kynna sér málin.
Ég hafði aftur á móti samband við Hrfí og beið í hálft ár eftir hvolpi, sem er núna að verða eins ár og yndislegur. Og ég sá glögglega að sá hvolpur var allt öðruvísi í fari heldur en sá sem ég fékk í hendurnar á Dalsmynni. Það var þvílíkur munur…hvolpurinn sem ég á í dag hefur verið glaður og kátur frá fyrsta degi enda kom hann frá ræktanda sem lagði alla sína ást í ræktunina. Ekki gat ég sagt það sama um það sem ég sá þarna undir Esju!
Sterkasta vopnið okkar er að láta í okkur heyra út um allt og láta alla vita af þessu. Reyna að ná til fólksins m.a. í gegnum fjölmiðla eins og einhver hefur gert sem hefur skrifað hérna inná. Þá hlýtur þetta að fara eitthvað að ganga af alvöru.