Ég veit að það var búið að ákveða að samþyggja ekki svona greinar framar, en ég ætla að skrifa samt eina og vona að hún verði samþykkt.

Nú hef ég eins og sennilega flestir hér séð “Hate” Dalsmynnis síðuna og er ég mjög stoltur af þeim sem hana gerðu. Og það að ná þessum myndum er náttúrulega bara snilld. Og eins og stendur hjá myndunum, þá segja myndir meira en þúsund orð! Það er alvg hræðilegt að þetta sé látið viðgangast! Ég veit um fólk sem hreinlega brotnaði niður við að sjá myndirnar. Ég sjálfur fékk svaka hnút í magan og vil fá að gera hvað sem ég get til þess að stoppa þessa framleiðslu.
Það er sárt að sjá myndirnar en hversu miklu verri ætli sannleikurinn sé???

Ég skal allavega lofa því hér og nú að ef þeir sem gerðu síðuna lenda í eitthverju veseni útaf henni þá mun ég standa þétt við bakið á þeim!!

Einnig hef ég heyrt (sel það ekki dýrara en ég keyfti það) að það sé verið að plana mótmæli gegn þessu! I am so gonna be there!!!!