Það er eitt alveg ótrúlegt með okkur hundaeigendur við ætlumst til þess helst að öllum líki vel við hunda. Við tökum því ílla þegar einhver talar ekki vel um hunda, Sem er auðvita alveg skiljanlegt því við sem eigum hunda vitum alveg hversi mikils virði það er.
Við viljum breytingar um reglur um hundahald og að það sé komið fram við okkur og hundana okkar betur.

Samt sem áður er hundafólk það sem fer verst með hvort annað.
Það koma hundrað kvartannir á ári vegna hunda þá frá fólki sem verður fyrir áreitti af þeim. Ekki nóg með það þá er hundafólk að kæra hvort annað líka. Eitt dæmi hérna í nágreni við mig beit hundur annan hund (sem getur gerst) og það var kært til lögreglu. Þetta er ekki eina dæmið sem maður hefur heyrt um þau eru alltof mörg. Hvernig ætlumst við til að við hundafólk verðum tekin alvarlega þegar svona er látið. Það er alveg nóg af kærum frá fólki sem líkar ekki vel við hunda.
Það sama á við þegar endalausar umræður koma upp hvernig einhver tegund hagar sér. það til dæmis oft verið setja útá ákveðnar tegundur,blendinga og fl. Sumir dæma alla hunda af ákveðnum tegundum hættulega vegna einhver sagði að svona væri þessi tegund eða bara slæm reynsla af einum hundi af þeirri tegund.
Þetta lítur yfirleitt ekki vel út því þegar upp er staðið er hundur bara hundur og fyrir þá sem hafa ekki sama áhuga á við.
Það er nú bara þannig að til eru nógu margar tegundir til að velja úr eða bara fá sér blending. Hugsið ykkur hvað það væri leiðinlegt ef allir væru með nákvæmlega eins hunda.
Ég hef verið bitin af 4 tegundum (ekkert alvarlega) og tvær af þessum tegundum voru smáhundar. Það er ekki þar með sagt að ég telji þessar tegundir hættulegar.
Það eru ýmsar ástæður til hvers vegna sumir hundar bíti og kemur tegundinni í flestum tilfellum ekkert við. Það er margt sem getur klikkað hjá öllum tegundum. Lélegt uppeldi á við í flestum tilvika.
Við hundafólk ættum að fara aðeins að hugsa og vera ekki of fljótfær að dæma. Ef okkur líkar ekki við einhverja tegund þá bara sleppum við það að fá okkur hana.

Kveðja Schafer