Nú er ég með tík sem er á lóðaríi, og mér hundleiðist það. Blóðslettur út um allt og tíkin í hálfgerðri gjörgæslu (það er henni er ekki leyft að fara einni út í garð þó að hann sé afgirtur því að það kom einn svartur labbi inn um daginn, en ekki veit ég hvernig). En aðalmálið er það að það var verið að segja mér að láta sprauta hana með hormónum til að losna við þetta vesen. Hefur eitthvert ykkar prófað þetta á ykkar tíkum? Hvernig virkar þetta á tíkurnar er einhver breyting á hegðun eða skapgerð.