Ég er nú ekki ein af þeim sem hefur verið með “skítkast” útí hinar og þessar stofnanir eða aðila eins og þið stjórnendur eruð að tala um, og mér finnst alveg rétt af ykkur að minnast á þetta. En þó fer maður að hugsa, er þessi fína síða ekki einmitt fyrir okkur til að koma vissum skoðunum á framfæri varðandi t.d. velferð hundanna okkar? Ég hef nú verið að lesa yfir það sem fólk er að senda hingað inn, og ég get ekki séð að þetta sé neitt grófara en t.d. Velvakandi í Morgunblaðinu, og það er nú eitthvað sem meira og minna öll þjóðin les, og oftast nafngreint þar að auki. Ég tel að þetta sem þið viljið líta á sem skítkast, sé lítið annað en reynslusögur, okkur hinum víti til varnaðar. Það sem ég hef lært af öðrum eftir að ég fór að heimsækja þessa síðu er endalaust. Því vona ég að fólk haldi áfram að vara við hinum ýmsu hættum sem leynast okkur hundaeigendum á þessari blessuðu eyju okkar. Og eins með sögur sem heyrast um illa meðferð fólks á dýrunum sínum, þetta finnst mér alveg nauðsynlegt, og sjálfsagt fleirum, til að minna mann á að maður er virkilega verðugur þess að njóta félagsskapar hunda og/eða annarra dýra, því engum af þeim sem koma hingað hug myndi detta í hug að skaða dýrið sitt á nokkurn hátt, ekki satt? Þetta er nú skrifað með fullri virðingu fyrir stjórnendum, og ég er ekki að reyna að koma af stað einhverju þrasi. Vildi bara koma mínu fram. ;)
Kær kveðja, María.