Ég var að fá mér hund, reyndar beagle tík, ég fékk hana 6 mánaða.
(Fyrri eigendur voru ekki nógu mikið heima, og sáu sér ekki fært um að halda henni) En ég er að kenna henni svona aðal atriðin.
Hún er búinn að læra að sitja, bíða og þegja ;)
En hún á aðeins erfiðara með að ganga hæl, eru einhverjar aðferðir sem ég ætti að notast við? Getiði bennt mér á einhverjar, það yrði afar vel þegið. (Og svo að fólk fari ekki að telja mig hálfvita, að leita af hjálp með hundauppeldi á netinu, þá bendi ég á, að ég er internet nörd ;D og er frekar mikið á netinu, þegar ég er ekki með hundinn minn.)

Takk fyrir-
Vilhelm`J