Þegar ég var 8 ára þá var lógað labradortíkinni okkar og núna er ég að verða 14 og mig hefur langað alveg ótrúlega mikið í annan hund síðan.
Málið er bara það að við búum í blokk þannig að mamma vill ekki að við fáum okkur hund. En það skiptir ekki máli þó að við búum í blokk vegna þess að hann (hundurinn) mundi hvort eð er koma með mér upp í hesthús á hverjum degi.

Þess vegna bið ég alla sem lesa þessa grein að gefa mér góð ráð um það hvernig ég ætti að sannfæra mömmu um að við ættum að fá okkur hund. Nú verða allir að hjálpa vegna þess að ág er deyja úr hundleysi (hummmmm sniðugt orð :)

Með kærri kveðju
ASJ

PS. það dugir ekki að smygla honum inn á heimilið :(