Ertu í eigin íbúð eða á leigumarkaðinum? Ef þú ert í þinni eigin íbúð og færð leyfi er í lagi að fá sér hund. Ég vil þó benda þér á að hundar lifa í 10-15 ár og það verður að hugsa fram í tímann. Það er ekki nóg að líta á aðstæður dagsins í dag þegar ákveðið er að fá sér hvolp sem verður að hundi. Það er algjörlega vonlaust fyrir þá sem eru á leigumarkaði og ætla að treysta á hann að taka þá ábyrgu ákvörðun að fá sér hund. Menn geta aldrei verið vissir um að að fá að vera áfram í viðkomandi íbúð og fá síðan ekki húsnæði sem leyfilegt er að hafa hund. Hvað ætla menn þá að gera? Hundar eru ekki leikföng sem hægt er kasta fram og til að baka eða bara að láta lóga. Ég bið fólk í lengstu lög að sleppa því að taka að sér gæludýr ef ekki er öruggt með húsnæði næstu ár. Ekki aðeins það. Þú er heimavinnandi núna en verður þú það eftir 3 eða 5 ár og hver á þá að passa hundinn ef þú ferð út að vinna allan daginn?
Það er margt að athuga áður en ákvörðun um hund er tekin. Þess vegna finnst mér svo gott að hundar skuli kosta talsverða peninga hérna. Blendingshundar ættu einnig að vera seldir því það hafa allir gott af þí að greiðaa fyrir hundinn sinn. Þegar buddan er annars vegar hugsar fólk frekar um sitt dýr. Það er heldur ekki gert í bráðræði að taka að sér hund heldur íhugar fólk það vandlega.
Hverjar sem aðstæður þínar kunna að vera þá bið ég þig í öllu falli að íhuga fram í tímann og veaa viss um hvað þú ert að gera áður en ákvörðun um hund er tekin.
Kv. pank<br><br>Pank