Ég er með 7 ára gamlann hreinræktaðan labrador sem heitir Askur og þarf að komast á gott heimili. Ég er ekki að gefa hann því mér langar það heldur ég missti vinnuna sem ég er í og þarf að flytja og allt gerðist þetta mjög óvænt. Hann er mjög rólegur en á það til að fara ofaní ruslatunnur/poka ef hann verður á vegi þeirra. Hann á það líka til að hoppa uppá stóla við matarborðið og næla sér í einhvað á matarborðinu ef það er einhvað þar. Hann á það líka til að sýna tennurnar (margir verða hræddir) þegar hann tekur á móti manni en hann er ekki að sýna grimmd heldur er hann að brosa til að heilsa þér (voða mikið krútt) =) Þetta æðislegur hundur á alla staði og ég vona að hann komist á gott heimili þar sem hann fær næga athygli og ummönnun! Honum semur vel við ketti en þar sem ég á ekki börn veit ég ekkert um hvernig það virkar en það ætti ekki að vera neitt vandamál.
Getur fylgt ól, taumur, matardallur og einn poki af Euroshopper og Max dog fóðri.
Nánari upplýsingar í síma 773-6493
Takk fyrir mig =)
*Á sætustu kanínur í heimi*