Vegna ofnæmis á heimilinu þurfum við að láta hundinn okkar frá okkur. Hann er karlkyns Beagle og heitir Úri. Hann hefur farið á hlýðninámskeið og fengið mög agað uppeldi. Hann er rólegur, algjör knúsari og kúrari og elskar að leika. Hann er vanur að vera í búri þegar enginn er heima og einnig í bíl. Honum finnst þó auðvitað best að fá að vera frjáls. Hann er mjög barngóður og góður með öðrum hundum. Það er mikilvægt fyrir okkur að hann fari á heimili þar sem hann mun verða til frabúðar og finna fyrir öryggi.

Það er hægt að sjá myndir af honum á síðunni: www.fotki.com/uri08

Vinsamlega hafið samband við mig í síma: 857-2679. Við erum búsett í Reykjavík.

Kveðja, Linda