Ég er búin að vera gæla við það að fá mér annan hund, málin standa þannig að ég á ógeldan tæplega árs gamlann husky, hann er algjört yndi, andstæða við það að vera árásargjarn og ef við hittum eitthvern snældivitlausan ógeldann rakka, þá sýnir hann honum engann áhuga. En hann er svoldið mikið í því að merkja sér.
Mig langar í annan rakka, og er buin að gæla við miniature pinscher, mig vantar ráð, væri leiðinlegt að taka annan hund á heimilið og allt færi til fjandans, en það er víst allt hægt ef rétt er farið að, það er í plönunum að gelda seinni rakkan um 6 mán. aldur.
eitthver hérna sem getur gefið mér eithver ráð? og kannski persónulega reynslu á þessu.
. . . .