Halló,
er að flytja í fjölbýli og þarf að fá skriflegt leyfi hjá íbúum í húsinu ásamt því að skila inn heilbrigðisvottorði svo ég geti tekið hundinn með mér.
Hundurinn er 3 ára og óskráður. Þarf hann ekki að vera skráður til þess að fá heilbrigðisvottorð? Og er ég að fara að fá einhverja massíva sekt fyrir að eiga þriggja ára óskráðan hund?
Og hvernig fær maður heilbrigðisvottorð? Þarf að fara með hundinn í einhverja skoðun eða bara skila inn heilsufarsbók með númeri á örmerkingu? Og er það dýrt?

Það væri awesome ef einhver gæti gefið mér svör við þessu öllu saman sem allra allra fyrst :)