Góða kvöldið!

Nú gæti verið að langþráður draumur minn sé að rætast. Allar líkur benda til þess að ég gæti verið að eignast minn fyrsta hvolp á morgun!

Og þess vegna langaði mig til þess að spyrja vana hundaeigendur hvað ég þarf að kaupa inn fyrir hvolpinn.

Þetta er sem sagt blendingur (silki terrier og íslenskur) 2 og 1/2 mánaða.

1. Hvað þarf búrið að vera stórt sirka?
2. Ég las á hvuttar.net að ég ætti að kaupa tvo matardalla (einn fyrir vatn hinn fyrir mat) en er ekki í lagi að kaupa sem sagt einn með tveimur dollum í?
3. Ég veit ég þarf að kaupa búr, ól, hundadall, bursta og taum. Er eitthvað sem ég er að gleyma eða eitthvað sem ég þyrfti á að halda? (nema jú ég veit með matinn:P)
4. Er einhver dýrabúð ódýrari en önnur, þá helst búð í Reykjavík eða einhvers staðar á suðurlandi eða vesturlandi.

Endilega látið allt flakka! Ég þarf að redda öllu fyrir morgundaginn!:D