Þetta áhugamál er þvímiður farið að drabbast aðeins niður og ég var að spá í hvað væri hægt að gera til að virkja það aðeins :)

Mér datt í hug hvort það væri hægt að gera nýjan kork með svona leik eins og er flest annarsstaðar, þarsem einn kemur með mynd af hundi, blendingi eða hreinræktuðum, og hinir eiga að giska hver tegundin er :)
Sá sem giskar rétt á að koma með næsta leik.

Hvernig lýst fólki á það? :)