Ég er að velta fyrir mér einu…
þannig er mál með vexti að íbúðin mín
er ógeðslega köld, við erum að tala um
það að allir ofnar eru bilaðir nema 1,
og á köldum vetrarkvöldum er freeeekar
kalt hérna inni, og voffinn minn sefur
stundum á gólfinu og stundum uppí einsog
gengur og gerist, og stundum þegar hann
kemur uppí eftir að hafa legið á gólfinu
þá er hann alveg kaldur, t.d. þegar ég
er að strjúka honum um hálsinn og svona
þá er húðin þar frekar köld eftir helv..
parketið. Hann er samt með bæli en nær
oft að ýta því burt, (einsog hann sæki í
að liggja á beru gólfinu) …
finnur hann eitthvað fyrir þessu?
Ég meina verður honum kalt?
Asnaleg spurning, ég veit, en ég vil bara
vita þetta 100%… svo ég sé ekki að hafa
áhyggjur af barninu mínu.
Hann er í stærra lagi og vel loðinn.
;)