Hvaða hundategund/blanda haldið þið að væri líklegust til að ná árangri í aðstæðum þar sem þeir væru einir með “húsbóndanum” úti í óbyggðum og þyrftu að hjálpa til að veiða.

Ef þú mættir taka með þér kannski 4-6 hunda út í óbyggðir og þeir þyrftu að hjálpa þér að ná bráð, einsog hreindýrum og svoleiðis, hvaða undategund myndiru velja. Þeir þurfa væntanlega að vera bæði fljótir og sterkir að eðlisfari, ekki það erfiðir að þú getir ekki stjórnað þeim, nógu og árásargjarnir til að ná að klára verkið og nógu og hljóðlátir til að geta læðst upp að bráðinni áður en þeir láta til skarar skríða.