Jæja, ég á nýorðinn ársgamlan hund og elska hann voða mikið en er í smá vanda með þetta dýr. Hann semsagt er með þá áráttu að borða öll fötin mín. Ef það gleymist að loka inn í herbergi þegar ég fer í skólann fer hann þangað og bara étur. Hann hefur sérstakt dálæti á buxum, sokkabuxum og leggings en er nýfarinn að taka uppá því að borða nærföt líka sem hann nær í. Skiptir engu máli þótt það sé inní skáp, hann getur alltaf einhvernveginn opnað. Ef mamma leggur hreinan þvott á rúmið mitt tildæmis, eða skilur hann eftir einhversstaðar..fer hann í það. En bara mitt…

Hef oft skammað hann fyrir þetta, reynt mismunandi aðferðir til þess en hann virðist bara ekki ná því að það er bannaðað borða öll fötin mín.

Getur einhver plís gefið mér allavega skýringu á þessari hegðun :)