hæhæ, ég og kærastinn minn búum í fjölbýli (4 íbúðir með okkur) og okkur langar rosalega í lítinn hvolp.

Við erum búin að fá leyfi hjá öllum nema þessum eina kalli sem neitar okkur um leyfi. Hann er ekki með neina ástæðu fyrir því, hann vill bara gera allt á móti okkur.
Nú var ég að spá ef maður fengi sér samt hvolp en þessi hvolpur væri ekki skráður á þessa íbúð heldur þar sem lögheimilið mitt er ( sem er ennþá hjá foreldrum mínum) gæti maðurinn þá gert eitthvað??
Ef ég er skráður eigandi hundsins og lögheimilið mitt sem er annarsstaðar, get ég þá ekki þess vegna verið oft í “heimsókn”???
Ef einhver veit eitthvað um þetta eða hefur lent í svipuðu þá værum við mjög þakklát að heyra ykkar skoðun

Bestu kveðjur,
Natalia