Góðan dag

Eftir um það bil mánuð mun ég taka að mér uppeldi á dásamlegri blöndu af labrador og border collie. Mun sú blanda vera karlkyns.

Félagi minn á tík sömu blöndu og ber hún nafnið Esja.

Ég hafði hugsað mér að nefna rakkann karlkyns fjallanafni rétt eins og tíkin ber en gengur þó illa að finna viðeigandi nafn. Fyrst til hugar var Tindur eða Toppur, sem í sjálfu sér gætu enfaldlega verið nafnorð.

Mætti ég biðja þig, góði lesandi, um nokkur af þeim stuttu og þjálu karlkyns fjallanöfnum er þér dettur í hug þegar þú lest þessa fyrirspurn?

Fyrirfram þökk,
Rikki.