Hundurinn minn er Border Collie rakki, mjög óþekkur þegar hann er æstur og atast í öðrum hundum ef hann er laus. Hann stekkur á þá ef þeir eru í taumi og pirrar þá, reynir að dominera alla hunda.

Svo hlýðir hann ekki innkalli þegar við erum úti, vill ekki labba í hæl og vill ekki skila hlutum þegar við erum úti.

Getur einhver ráðlagt mér einhvern til að tala við ? Væri gott ef hann fengi að koma og hitta einhvern sem á marga hunda svo hann læri að umgangast þá og ekki að vera svona ofur ýkt æstur þegar við förum með hann út.

Hann missti mömmu sína 5 vikna og hefur fengið mjög lítið samband við aðra hunda nema úti í göngum.