Núna ætla ég að lesa eins mikið og ég get og læra helling um hunda. Ég læri best á að skrifa niður svo að ég ætla að gera greinar fyrir allt sem ég les - eða mestallt. Ég ætla svo að senda þær hingað inn svo að þið getið lært líka :D

Stefni á eina grein á viku en veit ekki alveg hvernig það mun ganga - svo kemst allt í fastar skorður þegar skólinn byrjar aftur.

Ætla að byrja á því að skrifa greinar um hundategundir en svo gæti ég gert grein um nánast hvað sem er.

Vonandi lærið þið eitthvað af þessu og það væri æðislegt ef að fleiri myndu taka sig á í greinaskrifum.

Við skulum hækka áhugamálið um nokkur sæti :D
Lifðu lífinu með ró, þú kemst hvort eð er ekki lifandi frá því :D