Ég ákvað að skrifa grein um Rottwiler hunda. Tek það fram að ég skrifaði þetta upp úr Dýrin Mín.Rottweilerinn á sér 2000 ára sögu og hefur verið notaður í veiði, smölun, gæslu, löggæslu og u.þ.b öllum þeim störfum sem hundar hafa verið settir í.
Þeir eru yfirvegaðir, rólegir, blíðir, þrjóskir, sterkir og stæðilegir. í dag eru þeir í notkun lögregnunnar á heimsvísu við tollastörf, sem öryggishundar, í björgunnarsveitum, slökkviliðum og eru farnir að ryðja sér breiða og örugga leiðinn í aðstoðarhundageirann og eru vinsældir Rottwilersins sívaxandi.
Þeir henta ekki hverjum sem er og ekki er mælt með að fá sér Rottwiler sem fyrsta hund. Það þarf ákveðið uppeldi frá upphafi, þeir eru ofsalega snöggir að læra og skilja og því getur verið ákaflega skemmtilegt að vinna með þeim. Fyrstu tvö árin eiga þeir það til að vera full ákafir og mikil vinna er við uppeldið og agann.
Viljinn til að þóknast húsbónda sínum er þvílíkur og ást hans svo mikil að sögur fara af þeim við að fara inn í brennandi hús til að gæta þess að börn fjölskyldurnar hafi komist út, þeir passa uppá ungabörn og björgunnarsögur af þessum hundum hundum finnast víða. Barnelska þeirra er þekt á heimsvísu.
Því miðurhefur verið mikið um slæma umfjöllum um þessa tegund, enda ofsalega sterklegir hundar bæði af karakter og líkama og hefur sjónvarpsefni, eins og kvikmyndir og sjónvarpsþættir, nánast gert útaf við hundorð tegundarinnar.
Það er hægt að gera hvaða hund sem er grimman og Rottweilerinn býr ekki yfir mikilli grimmd að eðlisfari þó að fólk vilji meina annað. Hann hefur gífurlega þolinmæði og lætur sig hafa mjög margt. En það er hægt að gera þá eins grimma eins og hvern annan hund með rangri meðferð.
Víðsvegar í Evrópu hafa ábyrgir ræktendur tekið það sér fyrir hendur að rækta inn vinnugleðina og fjölskyldugleðina og hefur það tekist vonum framar. Við höldum í vonina um að ræktendur á Íslandi haldi uppi heiðri, gæði og tignarleika tegundarinnar.
Því miður er mikið vandamál hvað varðar ræktun víðsvegar um heiminn og eru margir ,,backyard'' breeds. Þá er verið að rækta hunda sem að enginn veit hvernig heilsufar verður á, en góð heilsa og gott skap er lykilatriði að hundurinn lifi góðu farsælu lífi og nái góðum háum aldri. Hvolpakaupendur verða að kanna vel bakgrunn hvolpanna, ættir foreldra, heigbrigði þeirra og skapgerð, því að allir gallar geta erfst og flestir þeirra eru alvarlegir og geta komið niður á skapgerð og heilsu. Þetta getur leitt til þess að hundurinn verði óhæfur félagi í þessu samfélagi og verður því að lóga honum.
Margir virðast telja það eitt að eiga Rottweiler geri hann ræktunarhæfan en standard tegundarinnar er mjög strangur og gerir lítil frávik til að hundur ræktunnarkröfur, eins er mikið um ræktum undan hundum sem ekki eru ekki á nokkurn hátt ræknunarhæfir.