Daginn, Ég er með eins árs gamlan border collie rakka og hef verið að lenda í svolitlum vandræðum með hann. Hann hleypur stundum hérna fyrir utan húsið og ég hef tvisvar komið af honum þar sem hann var að “ humpa ” krakka.

Nú hefur verið bókaður geldunartími fyrir hann á morgnun, en ég er ekki viss hvort ég vilji gera honum þetta. Mun þetta leiðrétta hegðunina eða er einhver önnur leið án limlestinga sem er hægt að fara ?

Hann virðist bara gera þetta við unga krakka, svona 8 ára eða eitthvað, sem betur fer hafa þeir allir bara hlegið og ekkert vitað hvað hann var að reyna.

Öll svör væru vel þeginn.