Æi, núna er ég svo áhyggjufull.

Við fjölskyldan erum að passa allveg yndilsega tík því eigandi hennar getur ekki verið með hana þar sem hún býr núna. Við erum búin að passa hana í nokkra mánuði og munum líklegast hafa hana nokkra mánuði í viðbót. Þegar við fengum hana fyrst var hún rosalega, rosalega horuð. Allt of horuð. Ég veit að eigandi hennar hugsar mjög vel um hana og eigandin og tíkin eru rosalega náin. Ástæðan fyrir því að hún var svona horuð þegar við fengum hana var bara vegna þess hve ofboðslega matvönd hún var.

Þrátt fyrir hvað hún er matvönd hefur okkur tekist að troða oft ofan í hana mat. Blöndum hundafóðri saman við eitthvað annað, t.d. hakk, pulsur, lifrapylsu eða bara einhverja kjötafganga. Stundum bleytum við upp hundafóðrið, stundum ekki. Gefum henni líka stundum bara eintómt hundafóður. Það hefur oft verið mjög erfitt að koma einhverju ofan í hana (nema hundanammi auðvitað) en það hefur alltaf tekist að lokum.

Nema núna….núna er hún bara algjörlega hætt að borða matinn sinn. Hún er búin að horast mjög mikið seinustu daga og er bara algjörlega að verða hungurmorða. Öll þessi ,,trix" sem ég hef notað til að láta hana borða virka ekki lengur og þó hún sé að drepast úr svengd lítur hún undan þegar hún sér matinn. Svo er hún núna að sleikja allt mögulegt sem hún sér..eins og buxurnar okkar, skóna ofl.

Okkur datt kanski í hug að hún væri veik -Held samt pottþétt ekki að hún sé veik því hún gefur engin önnur dæmi um það. Fór t.d. út að leika með henni og hún var rosalega hress og hljóp út um allt.
Svo er kanski eitthvað að hundafóðrinu -Það gæti náttúrulega verið svo við ætlum að kaupa nýtt.


Við redduðum þessu í kvöld með því að gefa henni bara mikið af eintómri lifrarpylsu. Það var ekki hægt að horfa á hana svelta svona. Ótrúlega erfitt og svo er hún líka þá alltaf sívælandi…

Er einhver ráð sem þið getið bent mér á?
An eye for an eye makes the whole world blind