Ég átti einu sinni hund. Þessi hundur var mesta gæðablóð. Ég og fjölskyldan mín eignuðumst hana þegar hún var 3 ára, allt gekk vel
í hálft ár þangað til að hún fór svo til afa míns í sveitina til að búa þar. Í fyrstu leit hún út fyrir að vera hamingjusamasti hundur í heiminum, en eftir því sem mánuðurnir liðu varð hún víðáttufælin og lítil í sér. Við gerðum allt sem við gátum til að hjálpa henni, en ekkert gekk. Litla skinnið hékk alltaf við ofnin og vildi ekki fara út, þótt við færum með henni og lékum við hana. Svo fórum ég og mamma mín að spá afhverju hún léti svona því að við hugsuðum mjög vel um hana, fórum með hana út að labba tvisvar sinnum á dag og gerðum allt fyrir hana. Hún hafði verið vanrækt í æsku og verið alltaf læst inní þvottahúsi að fólkinu sem gaf okkur hana, út af því að þau voru með ofnæmi fyrir hárum. Og svo þegar h tíkin var orðin alvarlega þunglynd byðum við ekki boðanna og lóguðum henni, við gátum ekki látil hana vera alltaf svona. En viku eftir sögðum við fólkinu sem gáfu okkur hana að við hefðum lógað henni og þá voru þau reið og sögðu að þau hefðu vel getað tekið hana aftur fyrst að við hefðum hugsað svona illa um hana. Ég meina það það á ekki að leifa svona rugluðu fólki að vera með hund.
P.S endilega sendið mér bréf ef að hundurinn ykkar þjáist af sömu einkennum.
Takk!!!