Daginn,

Svo er mál með vexti að ég fékk nýlega hvolp af Border collie kyni úr sveitinni,
ég átti að fá hann 8 vikna en fékk hann á endanum 5 vikna vegna þess að mamma hans dó.

Það hefur gengið ágætlega með hann, nema að hann er frekar árásargjarn stundum, stundum þegar maður heldur á honum eða tekur hann upp urrar hann á mann og reynir að bíta mann, svo þegar maður reynir að klappa honum þegar hann er að borða reynir hann að bíta mann líka.

Það hefur gengið frekar erfiðlega að fá hann til að pissa úti en það tekst ef maður fer með hann út á klukkutíma fresti, aftur á móti fæ ég hann ekki til þess að hætta að bíta,
við í fjölskyldunni erum alveg að missa áhuga á að hafa hundinn á heimilinu ef hann ætlar að vera að bíta okkur.
Hann bítur einnig í tærnar á manni þegar hann er að leika sér og tosar í sokka / buxnaskálmar og geltir oft þegar hann verður æstur.

Hvað get ég gert ?

Þakka fyrirfram fyrir öll svör sem berast.