Ég hef verið að hugsa um að fá mér hund. Finnst það mjög undarleg hugmynd hjá mér þar sem ég hef verið kattamanneskja eiginlega allt mitt líf og verið yfirleitt hræddur við hunda. Hefur fundist erfitt að treysta þeim af einhverjum ástæðum. Lenti í smá hundaáfalli þegar ég var polli og það hefur líklega litað afstöðu mína til hunda alla tíð síðan.

En hvað um það, maður þroskast víst einhvað með tímanum og kemst yfir áföllin.

Ég hef samt mýmargar spurningar varðandi þetta og vona að þið, hundaáhugafólkið getið gefið mér smá mynd af ábyrgðinni og öllu því sem felst í því að eiga hund.

Fyrsta spurningin er kannski varðandi tegund. Langar í hund sem er skapgóður og tryggur - einnig að hann þurfi hóflega hreyfingu á hverjum degi.

Einnig væri ég til í að fá ábendingar varðandi þjálfunar aðferðir og allt það.

Væri líka fínt að hafa smá hugmynd um hvað kostar að eiga hund. Eru ekki einhver gjöld og svona? Einnig með mataræði, eftirlit hjá lækni, sprautur, umhirða og allt það.

Mig langar ekki í svona lítinn hund, og heldur ekki hund sem er janfstór og hestur. Er að spá i Labrador eða Golden Retriever eða álíka að stærð.

Hlakkar til að heyra frá ykkur.

Kveðja
Radical