Ég sendi um jólin grein um það þegar tíkin mín, Súsí heyrði tíst í jólapakkanum sínum og gat ekki haft augun af pakkanum alveg til Aðfangadags. Núna í dag fór ég í barnaafmæli og var búin að pakka inn Barbiedúkku. Pabbi minn þurfti endilega að sýna henni pakkann og hrista pakkann fyrir henni. Eftir það, og alveg þangað til við fórum út í bíl, þefaði hún stöðugt af Barbiepakkanum og gat ekki litið af honum…alveg pakkaóð :D