Sæl, málið er að ég er með 2 ára gamlan labrador hund. Sl. 3 daga hef ég tekið eftir því þegar ég fer með hann í göngutúra að það er smá blóð í saurnum hans.

Þetta hefur komið einu sinni fyrir áður, þá var það í 2 daga og hann var eitthvað veikur þá líka, gat ekki kúkað í 2 daga og eftir það var niðurgangur í 2 daga með smá blóði í líka.
Þá var ég alveg að því komin að fara með hann til dýralæknis og ætlaði að gera það á 3ja degi ef enn væri blóð.

Ég ætla að fylgjast með honum í göngutúrnum í kvöld eins og ég gerði í dag og í fyrramálið líka og fara svo með hann til dýralæknis ef ekkert er óbreytt.

Ég er hinsvegar aðallega að senda hér inn til þess að athuga hvort einhver annar hafi lent í þessu og hvað gæti verið að?? Hann er á góðu fæði og hefur ekkert verið að skipta um það neitt nýlega svo ég er búin að útiloka það. Hann komst að vísu í smá harðfisk í gær en blóðið var fyrir og ég held að harðfiskur sé ekki slæmt fyrir hunda.

Allavega ef einhver hefur lent í þessu eða kannast við þetta viljiði endilega segja mér hvað þið gerðuð eða þá hvað þetta gæti verið svo ég fari ekki yfirum af áhyggjum í kvöld.

kv. spotta