Jæja, um daginn þá var ég á myspace-inu minu og var þar búið að posta inn einu myndbandi.
Í myndbandinu var einfaldlega bara verið að flá dýrin til að búa til loðkápur og eitthverjar loðflíkur. Allt í lagi með það nema hvað, það var leikið sér að hundunum á meðan það var verið að rífa feldinn af, það var rifið feldin af meðan að hundurinn var enþá lifandi og þeir hengdir lifandi uppá hásunum á fótunum og annarskonar viðbjóður, þetta var alveg ömurlegt að sjá þetta. Það er kannski í lagi að gera þetta og allt það eeef að hundarnir eru svæfðir eða drepnir áður, það er alveg hræðilegt að horfa uppá að þetta sé gert meðan þeir eru lifandi og eru svo þarna bara á kjötinu og beininu og látnir kveljast þangað til að þeir deyja.
En eftir að ég var búin að horfa á þetta þá fór ég að hugsa, “Hvað fær þessa menn eða konur til þess að langa til að gera þetta, lááta þá kveljast svona?”
Er þetta eitthver lífsfylling bara í lífi þeirra eða er þetta bara eitthvað hobby eða bara hvað er að, þetta fólk getur ekki verið með venjulegt hjarta.. það hlítur að vera með hjarta úr steini.
Hundar eru með tilfinningar og kveljast, alveg eins og fólk. Myndu þessir menn vilja láta flá sig lifandi, ég veit allavegnan að þeir fara beint í helvíti og verða þar fláðir að djöflinum þegar þeir deyja.. eða ég vona það allavegana.

Svo er alveg ömurlegt að vita að það er ekkert sem að maður getur gert til þess að koma í veg fyrir þetta, fyrir að þeir þurfi að kveljast svona. Er nokkuð eitthvað sem við getum gert?
ég held ekki..

En kannski er þetta bara svona.. þótt maður vilji ekki að þetta sé svona.. en eins og oft er sagt.. “Svona er lífið”

varð bara að fá pínu svona.. útrás.. því mér fannst þetta svo ljótt.. og ógeðslegt.
Þetta reddast.. -vonandi!