Jæja, hvernig á maður að byrja þetta…
Ég á semsagt 6 ára gamlann labrador/irish setter hund, the love of my life og undanfarið hef ég verið að fá útbrot í framan sérstaklega mikið í kringum augun og ákvað að gá hvort þetta væri hundurinn, þeas nudda mér upp við hundinn, klappa honum og nudda á mér augun og það lýtur helvíti mikið út fyrir að ég sé með ofnæmi því útbrotin spruttu upp. Þannig mín spurning er, er mikið mál varðandi lyfjagjöf og svoleiðis gegn þessu? Ætla aldrei að láta hundinn fara… enda besti vinur minn :/

Bjarke