Jáá, mig hefur lengi langað til að skrifa smá klausu um þetta einhvers staðar og ákvað bara að gera það hér.

Þannig er mál með vexti að ég er bréfberi. Og eins og flestir hafa kannski séð í bíómyndum eða auglýsingum eða sjónvarpsefni, þá er alltaf látið líta út eins og hundar hati bréfbera. Fyrir utan þá hunda sem eru vanir bréfberanum, þá er þetta satt.

Og það eru alltaf sömu $#%"#%$ hundarnir sem eru að gera bréfberanum lífið leitt.

Ég hef lent í ýmsu í sambandi við hunda þau tvö sumur sem ég hef unnið sem bréfberi. Og ég bara varð að skrifa þetta einhvers staðar.



Það var lítill svona pomeranian [held ég að þeir heiti] hjá einu húsinu. Maður þurfti að fara bakvið húsið til að komast að póstkassanum, og alltaf var hundurinn bundinn í fáránlega langt band svo hann kæmist nú alveg örugglega að gangveginum. Ég var að verða brjáluð á þessum hundi. Síðan einn daginn, losnaði hann úr bandinu við æsinginn í sjálfum sér við að ég væri komin, og elti mig alveg yfir í næsta hverfi. Nú er fólkið sem á þennan hund sem betur fer flutt.

Í öðru húsinu var svo schäfer hundur. Hálfgerður hvolpur bara. Ég var einhvern tímann bara þarna að dóla áfram með kerruna mína, og skildi hana eftir fyrir utan húsið þar sem schäfer hundurinn var, og vappaði svo sjálf yfir götuna. Þegar ég kom til baka var hundurinn að vakta kerruna, og leit út fyrir að hann væri að gera sig tilbúinn til að hlaupa mig niður. Ég tók alltaf ákveðið stomp skref í áttina til hans svo hann hætti við. Endaði með því að ég þurfti að hringja niður á pósthús í stöðvarstjórann, sem hringdi svo í eiganda hundsins sem kom út og náði í hann, afþví hann vildi ekki fara frá kerrunni. Hún hafði víst bara gleymt að binda hundinn.

Svo í því þriðja bjóst ég ekki alveg við þessu. Þetta var eitt af húsunum sem kemur aldrei póstur í. Bara örsjaldan. Maður þarf að taka smá krók, opna hlið og fara svo smá bakleið til að fara með póstinn þangað. Í eitt skiptið, þegar allt var hljóðlátt og fínt, kom lítill hundur alveg snarbilaður, geltandi “like a mad man” að mér, og á eftir honum kom nokkuð vígalegur labrador. Ég var ekki lengi að hlaupa af stað, með hundana á eftir mér. Stökk svo yfir grindverkið í kringum garðinn og þeir hættu látunum þegar ég var komin úr augsýn.

Í fjórða húsinu er lítill hundur, af sömu tegund og var í því þriðja. Hann er alltaf bundinn í svo langt band, að hann kemst út á götu. Pabbi minn keyrði næstum því á hann um daginn. En þetta skeði allavega í dag. Ég rölti bara róleg að húsinu en síðan kemur hundurinn snarskransandi út um allar svalirnar sem voru þarna hjá dyrunum. Ég kláraði götuna og rölti til baka, og þá stóð hundurinn geltandi og starandi á mig fyrir utan húsið.

Í fimmta húsinu eru tveir hundar, sem maður veit aldrei hvort séu úti eða ekki. Því húsið er í brekku, og hundarnir alltaf bundnir bakvið það, þar sem útidyrahurðin og bréfalúgan er. Venjulega taka þeir ekki eftir manni, og vice versa, fyrr en maður er kominn hálfa leiðina bakvið húsið. Þá koma þeir á harðaspretti í áttina til manns, og maður á erfitt með að átta sig á hlutunum.

Ég ætla bara að BIÐJA YKKUR, þið sem eigið hunda, verið það tillitssöm að binda hundana þannig að þeir ná ekki að gangveginum. Það er ekkert öllum vel við hunda sem þeir þekkja ekki.