Sælt veri fólkið.
Ég á íslenskan fjárhund (tík) sem er rúmlega 5 mánaða gömul. Mig vantar tímabundna pössun (max. 3 vikur) fyrir hana vegna óviðráðanlegra ástæðna.
Laun í boði.

Embla er yndisleg hundastelpa, mjög mannelsk en hefur lært að flaðra ekki upp um fólk. Hún er búin að læra að gera þarfir sínar úti, og ólíkt öðrum hundum af sömu tegund geltir hún ekki.

Er einhver sem getur aðstoðað??

Kær kveðja, Sandra