Ég var að fá hvolp (Það var keyrt á yndislega hundinn okkar um daginn)….og hann kann að pissa á dagblöð, pissar einstaka sinnum ekki á þau og þá skömmum við hann..
En ég var að spá hvenær maður hættir að leyfa honum að pissa á dagblöðin, hann er 9 vikna. Við fengum gamla hundinn okkar 6 mánaða og þá kunni hann að pissa úti þannig að ég kann þetta ekki. Tek ég bara dagblöðin í burtu? Þá þarf ég að fylgjast með honum 24/7 því hann pissar á svona korters fresti, hehe.
Hann nefnilega ekki ennþá að skammast sín, ef ég skamma hann þá horfir hann bara á mig og skilur ekkert…..er einhver með einhverja góða aðferð sem honum langar að deila?
ps. á nóttunni, ég get ekki ætlast til þess að hann haldi í sér í 8-10 tíma..á ég að setja dagblöð fram bara á nóttunni?
“It is white.”