ég var að spá í að fá mér minn fyrsta hund og er ég mjöf hrifinn af Siberian og Alaska husky hundunum (veit þeir eru svipaðir í útliti).

ég hef séð myndir af þessum hundum og eru þetta með fallegustu hundum sem til eru að mínu mati.

málið er að ég hef heyrt að þetta sé enginn “byrjenda” hundur og þurfi mikla þolinmæði og vinnu við uppeldi á þessum hundum, sem ég er að vísu tilbúinn að leggja á mig.

síðan næsta spurning.
Eru einhverjir ræktendur á klakanum sem eru með þá annaðhvort Alaska husky eða siberian husky ?
og ekki væri verra að fólk mundi láta grófa verðhugmynd fylgja með svörum sínum :)